Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Vissir þú?

Vissir þú?

Var réttilega hægt að kalla kaupmennina, sem seldu dýr í musterinu í Jerúsalem, ræningja?

Í FRÁSÖGUNNI í Matteusarguðspjalli segir: „Þá gekk Jesús í helgidóminn og rak út alla sem voru að selja þar og kaupa, hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfnasalanna og mælti við þá: ,Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús en þið gerið það að ræningjabæli.‘“ – Matt. 21:12, 13.

Söguheimildir Gyðinga sýna að kaupmenn í musterinu okruðu á viðskiptavinum sínum. Í einni slíkri heimild segir til dæmis frá því þegar verð á dúfnapari hækkaði upp í gulldenar á fyrstu öld. Það hefði tekið ófaglærðan verkamann 25 daga að vinna sér inn slíka fjárhæð. Fátækum stóð til boða að fórna dúfum en nú var jafnvel verðið á þeim komið upp úr öllu valdi. (3. Mós. 1:14; 5:7; 12:6-8) Rabbínanum Símeon Gamalíelssyni misbauð þetta gróflega og lét fækka þeim fórnum sem var skylt að færa. Við það snarlækkaði verðið á dúfnapari niður í hundraðshluta af fyrra verði.

Það er augljóst að kaupmennirnir í musterinu voru gráðugir og okruðu á viðskiptavinum sínum. Þess vegna gat Jesús réttilega kallað þá ræningja.