Hoppa beint í efnið

Hvernig kemst heimsfriður á?

Hvernig kemst heimsfriður á?

Svar Biblíunnar

 Heimsfriður kemst á, en ekki fyrir atbeina manna heldur Guðsríkis. Jesús Kristur fer með völdin í þessari himnesku stjórn. Taktu eftir hvernig Biblían fræðir okkur um þessa dásamlegu von.

  1.   Guð „stöðvar stríð til endimarka jarðar“ og uppfyllir loforðið um að þá verði „friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á“. – Sálmur 46:10; Lúkas 2:14, 15, Biblían 1981.

  2.   Stjórn Guðs mun ríkja yfir allri jörðinni frá himni. (Daníel 7:14) Þessi alheimsstjórn útrýmir þjóðernishyggju sem er undirrót margra átaka.

  3.   Jesús er stjórnandi Guðsríkis og er kallaður „Friðarhöfðingi“. Undir hans stjórn mun „friðurinn engan enda taka“. – Jesaja 9:5, 6.

  4.   Fólk sem er ákveðið í að eiga í ófriði fær ekki að lifa undir stjórn Guðsríkis vegna þess að Guð „hatar þann sem elskar ofríki“. – Sálmur 11:5; Orðskviðirnir 2:22.

  5.   Guð kennir þegnum sínum að lifa í friði. Biblían lýsir árangrinum á þessa leið: Þjóðirnar „munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð og ekki skulu þær temja sér hernað framar.“ – Jesaja 2:3, 4.

 Með hjálp Guðs eru milljónir votta Jehóva um allan heim að læra að vera friðsamir. (Matteus 5:9) Þótt við tilheyrum mörgum þjóðum og búum í rösklega 230 löndum neitum við að taka okkur vopn í hönd gegn náunga okkar.

Vottar Jehóva læra nú þegar að temja sér frið.