Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

VARÐTURNINN Nr. 1 2023 | Geðheilsa – Biblían getur hjálpað

Milljónir manna um allan heim glíma við geðræna kvilla. Ungir og aldnir af öllum fjárhags- og menntastigum og ólíkum þjóðflokkum og trúaruppruna þurfa að glíma við erfið einkenni. Hvað eru geðraskanir og hvernig hafa þær áhrif á fólk? Í þessu blaði verður fjallað um mikilvægi þess að þiggja viðeigandi læknisaðstoð og það hvernig Biblían getur veitt þeim sem glíma við geðraskanir hagnýta hjálp.

 

Geðraskanir – vandi um allan heim

Geðrakanir geta lagst á fólk á öllum aldri óháð uppruna. Sjáðu hvernig leiðsögn Biblíunnar getur haft góð áhrif á geðheilsu þína.

Guði er annt um þig

Hvers vegna geturðu verið viss um að Jehóva Guð skilji hugsanir þínar og tilfinningar betur en nokkur annar?

1 | Bænin – „Varpið öllum áhyggjum ykkar á hann“

Getum við virkilega beðið til Guðs um allt sem veldur okkur áhyggjum? Hversu gagnleg er bænin þeim sem glíma við kvíða og áhyggjur?

2 | ‚Huggunin sem Ritningarnar veita‘

Biblían gefur okkur raunverulega von um að sárar tilfinningar heyri brátt sögunni til.

3 | Reynslusögur í Biblíunni geta hjálpað okkur

Reynslusögur í Biblíunni um karla og konur sem höfðu sömu tilfinningar og við geta hjálpað okkur að átta okkur á að við erum ekki ein að takast á við erfiðar tilfinningar.

4 | Biblían gefur hagnýt ráð

Sjáðu hvernig það getur hjálpað þér að takast á við geðræna kvilla að hugleiða biblíuvers og setja þér raunhæf markmið.

Að hjálpa þeim sem glíma við geðraskanir

Stuðningur þinn getur skipt sköpum fyrir vin sem glímir við geðröskun.